Árlegt Íslandsmeistaramót í hrútadómum fór fram á Sauðfjársetrinu í Sævangi á Ströndum í gær. Þetta er í 20. skipti sem keppnin fer fram en Strandamenn fundu upp keppnina fyrir tveimur áratugum. Ekki er um að ræða keppni á milli hrúta eins og í…
Hrútaþukl Fjölmenni tók þátt í keppni um Íslandsmeistaratitilinn í hrútadómum sem haldin var í gær. Alls tóku 65 þátt, þar af 40 í flokki óvanra.
Hrútaþukl Fjölmenni tók þátt í keppni um Íslandsmeistaratitilinn í hrútadómum sem haldin var í gær. Alls tóku 65 þátt, þar af 40 í flokki óvanra. — Ljósmynd/Aðsend

Birta Hannesdóttir

birta@mbl.is

Árlegt Íslandsmeistaramót í hrútadómum fór fram á Sauðfjársetrinu í Sævangi á Ströndum í gær. Þetta er í 20. skipti sem keppnin fer fram en Strandamenn fundu upp keppnina fyrir tveimur áratugum.

Ekki er um að ræða keppni á milli hrúta eins og í hrútasýningum heldur er keppt um að meta hrútana út frá þukli og hyggjuviti.

Hrútadómar fara þannig fram að ráðunautur fer fyrir dómnefnd

...