Fylkir er kominn úr fallsæti eftir gríðarlega mikilvægan sigur gegn HK, 2:0, í 19. umferð deildarinnar í Kórnum í Kópavogi í gær. Fylkismenn léku einum manni færri mestan hluta síðari hálfleiks eftir að Halldór Jóhann Sigurður Þórðarson fékk að líta beint rautt spjald á 53
Skalli Atli Þór Jónasson reynir skalla að marki Árbæinga í Kórnum í Kópavogi í gær en Fylkismenn vörðust vel í leiknum og héldu markinu hreinu.
Skalli Atli Þór Jónasson reynir skalla að marki Árbæinga í Kórnum í Kópavogi í gær en Fylkismenn vörðust vel í leiknum og héldu markinu hreinu. — Morgunblaðið/Hákon

Besta deildin

Bjarni Helgason

bjarnih@mbl.is

Fylkir er kominn úr fallsæti eftir gríðarlega mikilvægan sigur gegn HK, 2:0, í 19. umferð deildarinnar í Kórnum í Kópavogi í gær.

Fylkismenn léku einum manni færri mestan hluta síðari hálfleiks eftir að Halldór Jóhann Sigurður Þórðarson fékk að líta beint rautt spjald á 53. mínútu fyrir að slá til leikmanns HK.

Fylkismenn fóru með sigrinum upp fyrir HK og í 11. sætið í 16 stig en HK er á botni deildarinnar með 14 stig.

 Þá vann Vestri gríðarlega mikilvægan sigur gegn KR, 2:0, á Ísafirði í fyrsta leik KR-inga undir stjórn Óskars Hrafns Þorvaldssonar.

Vestramenn eru með 17 stig í

...