Viðhorf Íslendinga til peningaspila er ögn neikvæðara en það var árið 2011, aftur á móti telja flestir það ekki rétt að banna þau alfarið á Íslandi. Viðhorf fólks til peningaspila er þó breytilegt eftir þjóðfélagshópum og voru karlmenn almennt jákvæðari í garð peningaspila heldur en konur
Peningaspil Ný rannsókn um spilahegðun sýnir að viðhorf Íslendinga í garð peningaspila virðist vera neikvætt en fæstir vilja banna þau alfarið.
Peningaspil Ný rannsókn um spilahegðun sýnir að viðhorf Íslendinga í garð peningaspila virðist vera neikvætt en fæstir vilja banna þau alfarið. — Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson

Birta Hannesdóttir

birta@mbl.is

Viðhorf Íslendinga til peningaspila er ögn neikvæðara en það var árið 2011, aftur á móti telja flestir það ekki rétt að banna þau alfarið á Íslandi. Viðhorf fólks til peningaspila er þó breytilegt eftir þjóðfélagshópum og voru karlmenn almennt jákvæðari í garð peningaspila heldur en konur. Þá var yngra fólk jákvæðara í garð þeirra heldur en eldra.

Þetta kemur fram í nýrri rannsókn Daníels Þórs Ólasonar sem hann vann fyrir fastanefnd dómsmálaráðuneytisins

...