Englandsmeistarar Manchester City fara vel af stað í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu eftir nokkuð þægilegan sigur gegn Chelsea, 2:0, á Stamford Bridge í Lundúnum í 1. umferð deildarinnar í gær. Erling Haaland kom City yfir strax á 18

England

Bjarni Helgason

bjarnih@mbl.is

Englandsmeistarar Manchester City fara vel af stað í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu eftir nokkuð þægilegan sigur gegn Chelsea, 2:0, á Stamford Bridge í Lundúnum í 1. umferð deildarinnar í gær.

Erling Haaland kom City yfir strax á 18. mínútu eftir vandræðagang í vörn Chelsea. Norðmaðurinn slapp þá einn í gegn eftir að boltinn hrökk til hans við vítateigslínuna. Hann gerði vel í að halda varnarmönnum Chelsea frá sér áður en hann setti boltann yfir Robert Sánchez í marki Chelsea.

Mateo Kovacic innsiglaði svo sigur City, gegn sínu gamla félagi, með marki á 84. mínútu þegar hann átti fast skot rétt utan teigs sem Sánchez í markinu réð ekki við og lokatölur því 2:0 í Lundúnum.

...