Eigum við kannski von á því að krossinum verði skipt út á kirkjum landsins fyrir laufblað?
Birgir Þórarinsson
Birgir Þórarinsson

Birgir Þórarinsson

Nú er sótt að kirkjugörðum landsins, helgum kristnum grafreitum þjóðarinnar í þúsund ár. Krossinn skal víkja úr merki Kirkjugarða Reykjavíkur segir framkvæmdastjórinn í undarlegu viðtali í sjónvarpsfréttum RÚV. Í staðinn skal setja laufblað, sem minnir þá helst á garðyrkjustöð.

Krossinn fjarlægður

Hver bað um þennan gjörning? Ekki hefur verið uppi almennur vilji eða krafa borgarbúa um að fjarlægja skyldi krossinn, enginn var undirskriftalistinn og engin voru mótmælin. Ég veit satt best að segja ekki um neinn sem hefur verið að velta þessu fyrir sér eða misst svefn yfir krossinum í merkinu. Verst þykir mér þó að okkar nýkjörni biskup skuli leggja blessun sína yfir málið.

Undanlátssemi kirkjunnar

Ef kirkjan ætlar að

...