Fyrir 60 árum lék KR fyrst íslenskra liða í Evrópukeppni í fótbolta og mætti Liverpool, sem einnig þreytti frumraun sína á þessum vettvangi, í fyrri leik liðanna í EM meistaraliða á Laugardalsvelli mánudaginn 17
Sextíu árum síðar Sigurður Helgason fékk Henson til að gera treyjur með dagsetningu, merkjum félaganna og nöfnum leikmanna og þjálfara liðanna á þessum tímamótum og gaf þær meðal annars KR-ingum, sem spiluðu á móti Liverpool, í morgunkaffi í KR-heimilinu á laugardag. Frá vinstri eru Gunnar Felixson, Sveinn Jónsson og Þórður Jónsson með leikskrána.
Sextíu árum síðar Sigurður Helgason fékk Henson til að gera treyjur með dagsetningu, merkjum félaganna og nöfnum leikmanna og þjálfara liðanna á þessum tímamótum og gaf þær meðal annars KR-ingum, sem spiluðu á móti Liverpool, í morgunkaffi í KR-heimilinu á laugardag. Frá vinstri eru Gunnar Felixson, Sveinn Jónsson og Þórður Jónsson með leikskrána. — Morgunblaðið/Hákon

Steinþór Guðbjartsson

steinthor@mbl.is

Fyrir 60 árum lék KR fyrst íslenskra liða í Evrópukeppni í fótbolta og mætti Liverpool, sem einnig þreytti frumraun sína á þessum vettvangi, í fyrri leik liðanna í EM meistaraliða á Laugardalsvelli mánudaginn 17. ágúst 1964. Gordon Wallace gerði fyrsta mark Liverpool á 3. mínútu í 5:0 sigri að viðstöddum ríflega 10 þúsund áhorfendum og Gunnar Felixson varð fyrstur Íslendinga til að skora í Evrópukeppni, gerði það í seinni leiknum sem tapaðist 6:1 á Anfield 14. september. „Þetta var mikið ævintýri og nýmæli,“ segir Sveinn Jónsson. Liðin mættust síðan í æfingaleik á Laugardalsvelli 20 árum síðar og gerðu þá jafntefli, 2:2.

Sveinn segir að undirbúningur fyrir fyrri Evrópuleikinn hafi verið hefðbundinn. „Að loknum vinnudegi náðu menn í dótið og komu sér

...