Fjórir söngvarar í Kammerkór Seltjarnarneskirkju halda einsöngstónleika með meðleikurum í Hannesarholti í Reykjavík á fimmtudagskvöld, 22. ágúst, og hefjast þeir klukkan 20.00. „Þetta er upptaktur að menningarnótt,“ segir Þorsteinn Þorsteinsson talsmaður hópsins
Á æfingu Friðrik Vignir Stefánsson, Þorsteinn Þorsteinsson, Salka Rún Sigurðardóttir, Ragnhildur Dóra Þórhallsdóttir og Halldóra Eyjólfsdóttir halda tónleika í Hannesarholti á fimmtudagskvöld.
Á æfingu Friðrik Vignir Stefánsson, Þorsteinn Þorsteinsson, Salka Rún Sigurðardóttir, Ragnhildur Dóra Þórhallsdóttir og Halldóra Eyjólfsdóttir halda tónleika í Hannesarholti á fimmtudagskvöld. — Morgunblaðið/Arnþór Birkisson

Steinþór Guðbjartsson

steinthor@mbl.is

Fjórir söngvarar í Kammerkór Seltjarnarneskirkju halda einsöngstónleika með meðleikurum í Hannesarholti í Reykjavík á fimmtudagskvöld, 22. ágúst, og hefjast þeir klukkan 20.00. „Þetta er upptaktur að menningarnótt,“ segir Þorsteinn Þorsteinsson talsmaður hópsins.

„Ljúfir tónar um tilveruna“ er yfirskrift tónleika Halldóru Eyjólfsdóttur messósóprans, Ragnhildar Dóru Þórhallsdóttur sóprans, Sölku Rúnar Sigurðardóttur sóprans og Þorsteins baritóns. Meðleikarar eru Friðrik Vignir Stefánsson, píanóleikari, organisti Seltjarnarneskirkju og stjórnandi kammerkórs kirkjunnar, Óskar Magnússon gítarleikari og Jón Guðmundsson flautuleikari.

Á efnisskrá í Hannesarholti verður blanda af erlendum

...