Verðmiðinn á uppfærðum samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins stendur nú í um 310 milljörðum króna sem er nær tvöfalt hærri fjárhæð en gert var ráð fyrir í september 2023, þegar kostnaðurinn var talinn verða um 160 milljarðar

Ólafur E. Jóhannsson

oej@mbl.is

Verðmiðinn á uppfærðum samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins stendur nú í um 310 milljörðum króna sem er nær tvöfalt hærri fjárhæð en gert var ráð fyrir í september 2023, þegar kostnaðurinn var talinn verða um 160 milljarðar. Í ljósi þessa m.a. hefur verið ákveðið að lengja framkvæmdatíma verkefna sáttmálans um sjö ár. Þegar sáttmálinn var undirritaður 2019 var gert ráð fyrir 15 ára framkvæmdatíma.

Sáttmálinn var kynntur þingflokkum stjórnarflokkanna í gær og sveitarstjórnir höfuðborgarsvæðisins og borgarfulltrúar Reykjavíkur fá kynningu í dag, þriðjudag.

Hin mikla hækkun fyrirhugaðra verkefna sáttmálans hefur verið gagnrýnd sem og sá tími sem uppfærslan hefur tekið. „Það er ekki farið eftir stefnumörkun Alþingis og ekki sóttar

...