Það er vissara að hafa góða vindskeið á bíl með 2.078 hestöfl.
Það er vissara að hafa góða vindskeið á bíl með 2.078 hestöfl. — Ljósmynd/Rimac

Króatíski framleiðandinn Rimac hefur upplýst að félagið muni smíða 40 eintök af kappakstursbrautarútgáfu rafbílsins Nevera.

Nevera vakti mikla athygli þegar bíllinn kom á markað árið 2021 enda 1.888 hestafla tryllitæki. Nýja útgáfan, sem fengið hefur nafnið Rimac Nevera R, bætir um betur og kreistir 2.078 hestöfl úr rafhlöðunum. Þökk sé risastórri vindskeið og öðrum viðbótum er niðurkrafturinn 15% meiri svo að bíllinn ætti að vera eins og límdur við malbikið.

Þá er búið að uppfæra dekkin og allan stýribúnaðinn með brautarakstur í huga og útkoman er hið áhugaverðasta leiktæki fyrir hraðafíkla.

Bílarnir frá Rimac kosta sitt og munu áhugasamir þurfa að reiða fram um það bil 350 milljónir króna fyrir ökutækið.

Nevera R er reyndar jafnlengi

...