Dómsmálaráðuneytið áformar að gera breytingar á ákvæðum laga um dómstóla sem varða leyfi dómara frá störfum í allt að sex ár „í því augnamiði að leyfi dómara til lengri tíma raski ekki stöðugleika innan dómskerfisins eða dragi úr sjálfstæði…
Hæstiréttur Dómarar geta fengið leyfi frá störfum í allt að sex ár.
Hæstiréttur Dómarar geta fengið leyfi frá störfum í allt að sex ár. — Morgunblaðið/Kristinn

Dómsmálaráðuneytið áformar að gera breytingar á ákvæðum laga um dómstóla sem varða leyfi dómara frá störfum í allt að sex ár „í því augnamiði að leyfi dómara til lengri tíma raski ekki stöðugleika innan dómskerfisins eða dragi úr sjálfstæði dómara“, eins og segir í kynningu á áformunum í samráðsgátt.

Skv. gildandi lögum geta dómarar fengið leyfi frá störfum í allt að sex ár til að taka sæti í alþjóðlegum dómstóli eða starfi við alþjóðastofnun. Er embættið þá auglýst til setningar meðan á leyfinu stendur. Í skýringum segir að nýleg reynsla hafi sýnt að leyfi sem veitt sé á þessum grunni til sex ára geti skapað ýmis vandkvæði innan dómskerfisins og meðal annars leitt til tíðra setninga dómara. Þær séu ekki æskilegar með tilliti til sjálfstæðis dómstóla og raski auk þess stöðugleika innan þess kerfis.

Í greinargerð segir að

...