— Morgunblaðið/Árni Sæberg

Framkvæmdir hófust í gærkvöldi við tengingu á nýrri flutningsæð hitaveitu á höfuðborgarsvæðinu og var undirbúningur þeirra vel á veg kominn þegar ljósmyndari Morgunblaðsins leit við í Breiðholtinu í gær. Lokað var fyrir heita vatnið stundvíslega kl. 22 í gærkvöldi. Náði lokunin til Hafnarfjarðar, Garðabæjar, Álftaness, Kópavogs, Breiðholtsins, Hólmsheiðar, Almannadals og Norðlingaholts.

Er þetta umfangsmesta lokun á hitaveitu í sögu Veitna, en hún nær til tæplega þriðjungs landsmanna. Framkvæmdunum á að ljúka á morgun, og hefur verið brýnt fyrir fólki að skrúfað sé fyrir krana til að koma í veg fyrir tjón þegar vatninu verður hleypt á aftur » 6