Þórarinn Eyfjörð
Þórarinn Eyfjörð

Þórarinn Eyfjörð, formaður stéttarfélagsins Sameykis, segir í samtali við Morgunblaðið í dag að félagsmenn sem starfa hjá borginni hafi haft samband við stéttarfélagið og bent á að þeir hafi ekki fengið orlofsgreiðslur greiddar aftur í tímann. Þá hafi í einhverjum tilfellum orlofsinneign horfið úr kerfinu.

Þórarinn segir að nú sé komin upp ákveðin óvissa um þessar orlofskröfur, en að jafnaði sé miðað við að ekki sé meira en tveggja ára uppsafnað orlof til greiðslu. Þórarinn segir jafnframt að nú sé félagið með mál í gangi þar sem orlof sé talið fyrnt og að tekið verði á því, því að nú sé komið fordæmi fyrir því að orlof fyrnist ekki hjá Reykjavíkurborg.

Dóra Björt Guðjónsdóttir oddviti Pírata segir að orlofsmál Dags sé hluti af karllægri vinnustaðarmenningu sem rétt væri að breyta. » 6

...