Stórslys Sérfræðingar IAEA sjást hér við orkuverið í apríl 2013.
Stórslys Sérfræðingar IAEA sjást hér við orkuverið í apríl 2013. — Ljósmynd/IAEA

Eigendur kjarnorkuversins við Fukushima í Japan munu síðar í þessari viku senda róbóta inn í verið til að safna þar sýnum og meta ástand. Geislavirkni er svo mikil að hanna þurfti róbótann sérstaklega með geislamengunina í huga.

Kjarnorkuverið laskaðist verulega í miklum hamförum sem riðu yfir Japan 11. mars 2011. Hætti þá kælikerfi þriggja kjarnaofna að virka með þeim afleiðingum að þeir bráðnuðu og geislavirk efni sluppu út. Tugir þúsunda neyddust til að flýja heimili sín í kringum verið í kjölfar slyssins.

Stjórnendur Tokyo Electric Power (Tepco) segja nú mikilvægt að átta sig betur á aðstæðum inni í verinu sjálfu og kjarnaofnunum ónýtu. Minnst 880 tonn af geislamenguðum úrgangi er í kjarnorkuverinu og mun áðurnefndur róboti safna sýnum af honum. Eins á eftir að koma í ljós hvort dróninn lifi ferðalagið af, en haldi

...