Bjørn Lomborg
Bjørn Lomborg

Þær eru margar mýturnar og Bjørn Lomborg fjallar um það sem hann kallar mýtuna um græn orkuskipti í grein hér í blaðinu á laugardag. Lomborg segir grænu orkuskiptin ekki á leiðinni enda séu þau óviðráðanlega dýr miðað við núverandi tækni.

Hann segir að nú þegar sé eytt gríðarlegum fjárhæðum í orkuskiptin og notkun sólar- og vindorku hafi til dæmis aukist, en það hafi ekki dregið úr notkun jarðefnaeldsneytis. Hún hafi þvert á móti aukist. Og hann segir að greining í Bandaríkjunum sýni að niðurgreiðslur á endurnýjanlegri orku leiði einfaldlega til þess að heildarorkunotkun aukist. „Með öðrum orðum: aðgerðir sem ætlað er að efla græna orku leiða til meiri losunar.“

Lomborg vitnar í skýrslu McKinsey um að kostnaður við að ná fram raunverulegum orkuskiptum mundi vera hátt í tvær milljónir króna á mann á ári í ríku löndum heims (hin

...