Sumir leiðtogar hafa sagt upphátt að tíðin sé breytt

Vissulega unnu hugrakkir hermenn Úkraínu óvæntan og myndarlegan sigur, þegar þeir urðu fyrstir andstæðinga Rússa á meðal þjóða til að leggja undir sig rússneskt land frá því að það gerðist seinast í síðari heimsstyrjöldinni fyrir rúmum 80 árum.

En sagan sagði okkur þá eins og nú, að tvíeggjuð sverð munu ekki endilega ljúka deilumálinu, þótt slíkum sé beitt óvænt og komi óvininum svo sannarlega í opna skjöldu. Og óneitanlega var Pútín, forseta Rússlands, mjög brugðið við þessa dirfsku andstæðinganna. Og það sem meira er, og hafði verri áhrif, að forsetinn var niðurlægður gagnvart allri heimsbyggðinni.

Andstæðingar hans létu sér ekki duga að leggja undir sig töluvert landsvæði innan Rússlands, heldur bættu um betur og eyðilögðu þrjár mikilvægar brýr nærri landamærunum. Pútín forseti hefur þegar hafið mikla herflutninga í átt til þess svæðis

...