Fyrsta breiðskífa tónlistarmannsins Þorleifs Gauks Davíðssonar er komin út og nefnist Lifelines. Hefur hún að geyma 14 lög án söngs, instrumental, og mörg hver angurvær og tregafull enda samdi Þorleifur þau í kjölfar föðurmissis
Einbeittur Þorleifur Gaukur leikur á pedal steel-gítar en hann nam munnhörpuleik í hinum virta Berkeley-háskóla.
Einbeittur Þorleifur Gaukur leikur á pedal steel-gítar en hann nam munnhörpuleik í hinum virta Berkeley-háskóla. — Ljósmynd/Eva Schram

Helgi Snær Sigurðsson

helgisnaer@mbl.is

Fyrsta breiðskífa tónlistarmannsins Þorleifs Gauks Davíðssonar er komin út og nefnist Lifelines. Hefur hún að geyma 14 lög án söngs, instrumental, og mörg hver angurvær og tregafull enda samdi Þorleifur þau í kjölfar föðurmissis. Listamannsnafnið Davíðsson tók hann sér til minningar um föður sinn og er platan honum til heiðurs. Tónlistina samdi Þorleifur á ólíkum tímapunktum í sorgarferlinu og segir í tilkynningu hún sé því eins konar heimild um vegferð hans í gegnum sorgina. Platan sé einstakur og sammannlegur minnisvarði um hvernig tónlist geti verið til sjálfskoðunar og á endanum heilandi.

Þorleifur hefur starfað með fjölda tónlistarmanna hér á landi sem erlendis og er þekktur fyrir hrífandi munnhörpuleik en þá list nam hann í háskólanum Berkeley

...