Akureyringur Dagur Árni Heimisson var í úrvalsliði Evrópumótsins.
Akureyringur Dagur Árni Heimisson var í úrvalsliði Evrópumótsins. — Ljósmynd/KA

Dagur Árni Heimisson leikmaður KA var á sunnudag valinn í úrvalslið Evrópumóts 18 ára og yngri í handbolta. Ísland komst í undanúrslit á mótinu en tókst ekki að tryggja sér verðlaun þar sem liðið tapaði fyrir Danmörku og síðan Ungverjalandi í bronsleiknum. Dagur Árni fær þó verðlaunagrip annað árið í röð en hann var einnig í úrvalsliði Evrópumóts 17 ára og yngri á síðasta ári. Dagur skoraði 51 mark á mótinu í Svartfjallalandi.