Svanbjörg Sigurjónsdóttir fæddist 11. maí 1929 í Reykjavík og ólst upp í húsi foreldra sinna á Sogabletti 12. Hún lést á Hjúkrunarheimilinu Eir 29. júlí 2024.

Foreldrar hennar voru hjónin Sigurjón Pálsson, f. 20. október 1894, d. 1971, og Júlía Magnúsdóttir, f. 20. júlí 1905, d. 1991. Svanbjörg var næstelst fjögurra systkina, bræður hennar eru látnir, Magnús látinn 1970 og Guðni 2008. Eftirlifandi er systir hennar, Guðrún.

Svanbjörg, eða Didda eins og hún var oftast kölluð, giftist árið 1949 Sigurði Jóhanni Þorbjörnssyni, f. 23. júní 1926 á Siglufirði, d. 2015.

Didda og Siggi áttu átta börn. Þau eru: 1) Þorbjörn Rúnar, f. 25. desember 1945, d. 2013, hann var kvæntur Kristrúnu Haraldsdóttur. 2) Sigurjón Júlíus, f. 29. mars 1948. 3) Oddný, f. 23. september 1949. 4) Hallgrímur Þór, f. 27.

...