Knattspyrnumaðurinn Kolbeinn Birgir Finnsson er væntanlega á förum frá danska félaginu Lyngby, en hann er eftirsóttur þessa dagana. Tipsbladet í Danmörku greinir frá að Lyngby sé með tvö tilboð í Kolbein á borðinu, annað frá Hollandi og hitt frá Þýskalandi.

Hollenska félagið er Utrecht, sem leikur í efstu deild og hafnaði í sjöunda sæti á síðustu leiktíð. Þýska félagið er Holstein Kiel, sem verður nýliði í efstu deild Þýskalands á komandi leiktíð, en liðið endaði í 2. sæti í B-deildinni.

Tilboðin hljóða bæði upp á fimm hundruð þúsund evrur og mun Lyngby að öllum líkindum samþykkja tilboðin, en Kolbeinn verður samningslaus eftir tímabilið.

Hann er 24 ára gamall og hefur verið í stóru hlutverki hjá Lyngby síðan hann kom til félagsins í janúar á síðasta ári frá Dortmund í Þýskalandi.

Hefur Kolbeinn leikið 46 leiki í efstu deild Danmerkur og skorað í þeim þrjú mörk. Freyr Alexandersson fékk Kolbein til Lyngby, en Freyr tók við belgíska liðinu Kortrijk fyrr

...