Þórunn Sveinbjarnardóttir
Þórunn Sveinbjarnardóttir

Hér á landi ríkir almennt traust til vísindanna, og framförum sem byggjast á vísindalegum rannsóknum er fagnað á flestum sviðum mannlífsins. Við sáum það glöggt í heimsfaraldrinum að fólkið í landinu er vel læst á vísindaupplýsingar. Besta vísindafólkið kann líka að koma þekkingu sinni til skila til almennings á fróðlegan, ábyrgan og skemmtilegan hátt. Það er mikils virði og styður traust fólks til þekkingar sem byggist á staðreyndum.

Eitt af stærstu úrlausnarefnum samtímans er að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda til að koma í veg fyrir hamfarahlýnun. Það er skiljanlegt að frammi fyrir slíku verkefni vilji fólk beita öllum hugsanlegum aðferðum til að koma í veg fyrir ógnvænlegar afleiðingar. Vísindamenn hafa lengi bent okkur á nauðsyn þess að draga úr losun kolefnis en gæta jafnframt að líffræðilegum fjölbreytileika við loftslagsaðgerðir. Áherslan þarf aðallega að vera á samdrátt í losun og aðlögun

...

Höfundur: Þórunn Sveinbjarnardóttir