Er ég hóf störf sem bílablaðamaður hjá Morgunblaðinu var mér tjáð að oft gæti reynst erfiðara að skrifa um góða bíla en þá slæmu. Það vafðist því óneitanlega fyrir mér í fyrstu að setja orð á blað um Lexus LBX-bílinn sem ég tók til reynsluaksturs í byrjun ágúst, en fátt er út á hann að setja
— Morgunblaðið/Eyþór Árnason

Iðunn Andrésdóttir

idunn@mbl.is

Er ég hóf störf sem bílablaðamaður hjá Morgunblaðinu var mér tjáð að oft gæti reynst erfiðara að skrifa um góða bíla en þá slæmu. Það vafðist því óneitanlega fyrir mér í fyrstu að setja orð á blað um Lexus LBX-bílinn sem ég tók til reynsluaksturs í byrjun ágúst, en fátt er út á hann að setja. Fyrir utan smá klúður af eigin hálfu í startholunum, sem leiddi til þess að ég þurfti að fara með skottið á milli lappanna í umboðið og biðja um start, rann bíllinn mjúklega af stað. Var strax ljóst frá fyrstu akreinaskiptingu að LBX er tilkomumikill, áreiðanlegur en ekki síst skemmtilegur í akstri.

Hreyfist ekki hár á höfði

Býr hann yfir öflugri blendingsaflrás og hefur upp á ýmislegt að bjóða í akstri. Móðurfyrirtækið Toyota var jú frumkvöðull á sviði þróunar tækninnar

...