Það bar heldur betur til tíðinda í bílaheiminum um helgina þegar ítalski sportbílaframleiðandinn Lamborghini svipti hulunni af nýjum hversdags-sportbíl sem fengið hefur nafnið Temerario. Reyndar er á mörkunum að kalla Temerario hversdagsbíl, en hann …
Þó að bíllinn hafi allt annað útlit en Huracán sést það langar leiðir hvar Temerario á heima í ættartré Lamborghini. Allt bendir til að bifreiðin sé einstaklega vel heppnuð.
Þó að bíllinn hafi allt annað útlit en Huracán sést það langar leiðir hvar Temerario á heima í ættartré Lamborghini. Allt bendir til að bifreiðin sé einstaklega vel heppnuð. — Ljósmynd/Lamborghini

Það bar heldur betur til tíðinda í bílaheiminum um helgina þegar ítalski sportbílaframleiðandinn Lamborghini svipti hulunni af nýjum hversdags-sportbíl sem fengið hefur nafnið Temerario.

Reyndar er á mörkunum að kalla Temerario hversdagsbíl, en hann tekur við keflinu af Huracán og segja markaðsmenn Lamborghini að þriðji hver Huracán-eigandi noti bílinn dagsdaglega enda tiltölulega notendavænn ofursportbíll.

Löng hefð er fyrir því að Lamborghini framleiði annars vegar minni sportbíl og hins vegar stærri. Sá stærri er alla jafna tvöfalt dýrari, með tólf strokka vél og vænghurðum, en sá minni hefur hingað til verið með tíu strokka vél, á umtalsvert lægra verði og líka selst í mun fleiri eintökum.

Þannig var Aventador arftaki Murciélago, sem var svo arftaki Diablo, sem tók við af Countach. Á undan Huracán kom Gallardo,

...