Íslenska fjártæknifyrirtækið YAY, sem á og rekur YAY-gjafabréfakerfið og sá meðal annars um ferðagjöfina fyrir íslenska ríkið, hefur gert samkomulag við kanadíska fyrirtækið SEP (Smart Everyday People) um dreifingu bótagreiðslna
Útrás YAY-teymið. Ari Steinarsson framkvæmdastjóri er þriðji frá vinstri. Fyrirtækið var stofnað árið 2018.
Útrás YAY-teymið. Ari Steinarsson framkvæmdastjóri er þriðji frá vinstri. Fyrirtækið var stofnað árið 2018.

Baksvið

Þóroddur Bjarnason

tobj@mbl.is

Baksvið

Íslenska fjártæknifyrirtækið YAY, sem á og rekur YAY-gjafabréfakerfið og sá meðal annars um ferðagjöfina fyrir íslenska ríkið, hefur gert samkomulag við kanadíska fyrirtækið SEP (Smart Everyday People) um dreifingu bótagreiðslna. Samkomulagið snýst um dreifingu á skattfrjálsum HSA-greiðslum (e. Health Spending Accounts), fjármunum sem eru hluti af launum starfsmanna og má nota til að greiða fyrir læknis- og heilsuþjónustu.

Ari Steinarsson framkvæmdastjóri YAY segir í samtali við Morgunblaðið að fyrirtækið hafi verið með annan fótinn í Kanada sl. tvö ár.

„Við erum með samstarfsaðila í Edmonton. Þetta verkefni kemur í gegnum þá. Gjafabréf eru mjög útbreidd í

...