Erna Sóley Gunnarsdóttir gerði Íslendinga stolta er hún keppti fyrst íslenskra kvenna í kúluvarpi á Ólympíuleikum í París. Næsta mót Ernu eftir leikana var 57. Bikarkeppni FRÍ á Kópavogsvelli um nýliðna helgi

Jóhann Ingi Hafþórsson

johanningi@mbl.is

Erna Sóley Gunnarsdóttir gerði Íslendinga stolta er hún keppti fyrst íslenskra kvenna í kúluvarpi á Ólympíuleikum í París. Næsta mót Ernu eftir leikana var 57. Bikarkeppni FRÍ á Kópavogsvelli um nýliðna helgi. Það hefur verið mikil áskorun fyrir Ernu að keppa á litlu móti á Íslandi fyrir framan fáa áhorfendur eftir veisluna í París.

Erna hafnaði í 20. sæti í París, sem er góður árangur miðað við þann stað sem Erna er á um þessar mundir. Erna er mjög ung miðað við þær bestu í greininni en þau bestu toppa yfirleitt um og eftir þrítugt. Erna er 24 ára.

Það verður spennandi að sjá Ernu í framtíðinni. Vésteinn Hafsteinsson, sem hefur þjálfað ólympíumeistara í kringlukasti og veit meira en flestir um

...