Eflaust er ljósvakaritari að bera í bakkafullan lækinn með því að skrifa um hárið á enska sjarmörnum Jude Law en hann stenst bara ekki mátið. Kannski er það óumdeilt aðdráttarafl Laws sem veldur, bullandi kynþokkinn, en eitt er þó alveg víst og það…
Hárfagur Jude Law í kvikmyndinni Alfie.
Hárfagur Jude Law í kvikmyndinni Alfie.

Helgi Snær Sigurðsson

Eflaust er ljósvakaritari að bera í bakkafullan lækinn með því að skrifa um hárið á enska sjarmörnum Jude Law en hann stenst bara ekki mátið. Kannski er það óumdeilt aðdráttarafl Laws sem veldur, bullandi kynþokkinn, en eitt er þó alveg víst og það er að fá frægðarmenni hafa fengið viðlíka athygli út á hárvöxtinn og hann. Og þá er ekki átt við bak- eða bringuhár heldur þau sem spretta úr höfði Laws. Af hinum er eflaust nóg og þau efni í annan loðinn ljósvakapistil.

Hárvöxtur Laws hefur verið nokkur ráðgáta lengi vel og virðist sprettan líkari þeirri sem bændur ýmist kveinka sér yfir eða fagna. Eitt árið er hún skelfilega lítil en það næsta furðumikil. Slíkt þykir eðlilegt þegar gras á í hlut en ekki hár á höfði ensks leikara.

...