Fyrrverandi einkaritari fangabúðastjóra nasista tapaði áfrýjunarmáli sínu og stendur fyrri dómur yfir henni því óhaggaður. Hún var fundin sek um aðild að drápi yfir 10.500 manns. Sú sem um ræðir heitir Irmgard Furchner, 99 ára
Sek Dómur yfir Irmgard Furchner einkaritara hefur verið staðfestur.
Sek Dómur yfir Irmgard Furchner einkaritara hefur verið staðfestur. — AFP/Christian Charisius

Kristján H. Johannessen

khj@mbl.is

Fyrrverandi einkaritari fangabúðastjóra nasista tapaði áfrýjunarmáli sínu og stendur fyrri dómur yfir henni því óhaggaður. Hún var fundin sek um aðild að drápi yfir 10.500 manns. Sú sem um ræðir heitir Irmgard Furchner, 99 ára.

Hún var í desember árið 2022 dæmd í tveggja ára skilorðsbundið fangelsi fyrir aðild sína að því sem dómurinn kallar „grimmileg ásetningsdráp“ á föngum í fangabúðunum Stutthof í norðurhluta Póllands.

...