Tilnefning Kvikmynd Baltasars Kormáks, Snerting, er tilnefnd.
Tilnefning Kvikmynd Baltasars Kormáks, Snerting, er tilnefnd. — Morgunblaðið/Ásdís

Sex kvikmyndir sem þykja framúrskarandi munu keppa um hin virtu kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs í ár og var í gær tilkynnt hverjar þær yrðu að þessu sinni. Voru tilnefningarnar gerðar opinberar á Alþjóðlegu norsku kvikmyndahátíðinni í Haugesund.

Fyrir Ísland er það kvikmyndin Snerting sem hlýtur tilnefningu en leikstjóri hennar er Baltasar Kormákur sem skrifaði einnig handritið í samstarfi við Ólaf Jóhann Ólafsson rithöfund. Kvikmyndin er byggð á samnefndri skáldsögu hans. Framleiðendur eru Agnes Johansen og Baltasar Kormákur fyrir RVK Studios. Í rökstuðningi dómnefndar segir um Snertingu að „þrátt fyrir að hún segi harmræna sögu um mannlega reynslu þá takist Baltasari Kormáki vissulega að snerta við áhorfendum og skilja við þá með von í brjósti“.

Hinar

...