Kristján Jónsson

kris@mbl.is

Mjög færist í aukana að Íslendingar kjósi að láta brenna sig þegar kallið kemur sem allir þurfa að hlýða. Eina bálstofa landsins er engu að síður orðin 76 ára gömul og tími kominn á endurbætur, að sögn framkvæmdastjóra Kirkjugarða Reykjavíkur, sjálfseignarstofnunarinnar sem rekur bálstofuna.

„Við erum með elstu bálstofu sem er í notkun á Norðurlöndum. Hún er frá árinu 1948 og því er löngu kominn tími á að endurnýja hana, það þarf ekki mikið

...