Skattar búa ekki til verðmæti, hvorki fyrir fyrirtækin né samfélagið.
Jóhannes Þór Skúlason segir að hann telji hóflegan vöxt fram undan í greininni. Of mikill vöxtur sé ekki af hinu góða.
Jóhannes Þór Skúlason segir að hann telji hóflegan vöxt fram undan í greininni. Of mikill vöxtur sé ekki af hinu góða. — Morgunblaðið/Eggert

Við eigum að hætta að fókusera á fjölda ferðamanna og byrja að leggja áherslu á þau verðmæti sem við fáum af hverjum ferðamanni.

Þetta segir Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF). Hann segir að mikilvægt sé að leggja áherslu á markaðssetningu Íslands sem áfangastaðar, reyna að laða hingað til lands verðmæta markhópa og dreifa ferðamönnum betur um landið. Jóhannes Þór tók við starfinu af Helgu Árnadóttur, núverandi framkvæmdastjóra hjá Bláa lóninu, árið 2018.

„Um leið og ég sá að þetta tækifæri bauðst, að starfa í þágu íslenskrar ferðaþjónustu, þá vissi ég að þetta væri eitthvað sem ég vildi gera. Það sem gerir íslenska ferðaþjónustu svo frábæra er ekki síst fólkið sem starfar í geiranum, gestgjafarnir. Það hefur mikla ástríðu fyrir starfi sínu og hefur oft á tíðum verið lengi í bransanum. Þetta er lítill geiri

...