Í París Oddný og Gunnar Páll ásamt börnum og tengdabörnum, Björgu og Snjólfi og Arnari og Lóu, á Ólympíuleikunum í sumar.
Í París Oddný og Gunnar Páll ásamt börnum og tengdabörnum, Björgu og Snjólfi og Arnari og Lóu, á Ólympíuleikunum í sumar.

Gunnar Páll Jóakimsson fæddist 21. ágúst 1954 í Reykjavík en bjó fyrstu æviárin í Þingborg í Flóa þar sem Jóakim faðir hans var skólastjóri í 14 ár. Fjölskyldan flutti til Reykjavíkur 1961 og Gunnar Páll hóf skólagöngu í Laugarnesskóla en dvölin í Reykjavík var stutt að þessu sinni. Fjölskyldan fór nokkuð víða um land næstu árin þar sem Jóakim var ýmist skólastjóri eða kennari en flutti síðan aftur til Reykjavíkur 1971. Bjó fjölskyldan á Kleppjárnsreykjum í Borgarfirði, Árskógi á Árskógsströnd og Hólmavík.

Á Árskógsströndinni var öflugt íþróttastarf og það umhverfi átti mikinn þátt í að íþróttirnar urðu svo ríkur þáttur í lífi og starfi Gunnar Páls og er Reynir Árskógsströnd eina félagið sem Gunnar Páll hefur keppt fyrir fyrir utan ÍR.

Gunnar Páll tók landspróf á Reykjum í Hrútafirði og næst lá leiðin í Menntaskólann við Hamrahlíð og þaðan varð

...