Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri SAF.
Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri SAF. — Morgunblaðið/Eggert

Á árunum fyrir faraldurinn mátti sjá skýr merki um að hagræðing ætti sér stað í ferðaþjónustu með sameiningu fyrirtækja. Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir að mikil tækifæri séu fólgin í skynsamlegri hagræðingu í greininni. Slík hagræðing verði þó ávallt að vera á forsendum markaðarins.

„Hún verður að eiga sér stað á skynsamlegan máta og án þvingana. Ég tel líka vera mikil tækifæri fólgin í því að nýta landið betur og búa til fleiri segla víðar um land. Þannig að ferðamenn dreifist betur yfir landið. Vestfirðir og önnur svæði fjarri höfuðborginni eiga mikið inni í því samhengi. Það liggja líka tækifæri í geislabaugsáhrifum ferðaþjónustu á aðrar útflutningsgreinar því það hefur sýnt sig að ferðamenn sem sækja land heim vilja t.d. gjarnan halda áfram að kaupa vörur þaðan eftir að heim er komið. Það á líka við um Ísland,“ segir Jóhannes.

...