Staðan kom upp á opnu móti í Spilimbergo á Ítalíu sem lauk fyrir skömmu. Alþjóðlegi meistarinn Ilia Martinovici (2.439) hafði svart gegn Þjóðverjanum Benedikt Dauner (2.342)
Svartur á leik.
Svartur á leik.

Staðan kom upp á opnu móti í Spilimbergo á Ítalíu sem lauk fyrir skömmu. Alþjóðlegi meistarinn Ilia Martinovici (2.439) hafði svart gegn Þjóðverjanum Benedikt Dauner (2.342). 46. … Hxg2+! 47. Kh1 Dxf3 48. Hb4+ Kc8 og hvítur gafst upp enda óverjandi mát. Staða efstu keppenda mótsins varð eftirfarandi: 1.-3. Mahdi Orimi Gholami (2.496), Marcin Tazbir (2.492) og Kundu Kaustuv (2.419) 7 vinningar af 9 mögulegum. Tveir íslenskir skákmenn tóku þátt í mótinu en Helgi Áss Grétarsson (2.454) fékk 6 vinninga af 9 mögulegum og samsvaraði frammistaða hans árangri upp á 2.420 stig og Aleksandr Domalchuk-Jonasson (2.366) fékk 5 1/2 vinning og samsvaraði frammistaða hans árangri upp á 2.300 stig. Sigurvegari mótsins, hinn íranski Gholami, náði áfanga að stórmeistaratitli. Það er nóg um að vera í íslensku skáklífi, sjá skak.is.