Allt var eftir bókinni í lokaleikjum 17. umferðar Bestu deildar kvenna í knattspyrnu þegar Íslands- og nýkrýndir bikarmeistarar Vals unnu Fylki, 2:0, á Hlíðarenda og Breiðablik vann Þrótt, 4:2, í Laugardalnum í gærkvöldi
Laugardalur Varnarkonan Barbára Sól Gísladóttir fagnar marki ásamt liðsfélögum sínum í Breiðabliki gegn Þrótti í Laugardalnum í gærkvöldi.
Laugardalur Varnarkonan Barbára Sól Gísladóttir fagnar marki ásamt liðsfélögum sínum í Breiðabliki gegn Þrótti í Laugardalnum í gærkvöldi. — Morgunblaðið/Eggert Jóhannesson

Besta deildin

Jökull Þorkelsson

jokull@mbl.is

Allt var eftir bókinni í lokaleikjum 17. umferðar Bestu deildar kvenna í knattspyrnu þegar Íslands- og nýkrýndir bikarmeistarar Vals unnu Fylki, 2:0, á Hlíðarenda og Breiðablik vann Þrótt, 4:2, í Laugardalnum í gærkvöldi. Úrslitin þýða að Valur er enn í toppsæti deildarinnar með 46 stig en Breiðablik er í öðru sæti með stigi minna. Þór/KA, sem er í þriðja sæti, er 16 og 17 stigum á eftir liðunum tveimur. Þróttur er þá í sjöunda sæti með 20 stig en Fylkir er í því níunda og næstneðsta með níu stig.

Valskonur þurftu að sýna mikla þolinmæði á Hlíðarenda en fyrra markið kom ekki fyrr en á 82. mínútu en það skoraði varnarmaðurinn Lillý Rut Hlynsdóttir með góðri afgreiðslu. Helena Ósk Hálfdánardóttir bætti síðan við öðru marki Vals undir

...