Ég veit að sumir lesendur hafa afskaplega gaman af því þegar örsögur úr einkalífi blaðamanns á alþjóðaplani fá að fljóta með í miðvikudagspistlunum. Lífið er ljúft hér í Víetnam og endrum og sinnum fæ ég í heimsókn huggulegan heimamann sem ég kalla…
Lögregla snýr niður mótmælendur í Nottingham. Kraumandi óánægja með stöðu innflytjendamála hefur brotið sér leið upp á yfirborðið en bresk stjórnvöld hafa brugðist við með því að siga löggunni á dóna og durga á netinu.
Lögregla snýr niður mótmælendur í Nottingham. Kraumandi óánægja með stöðu innflytjendamála hefur brotið sér leið upp á yfirborðið en bresk stjórnvöld hafa brugðist við með því að siga löggunni á dóna og durga á netinu. — AFP/Darren Staples

Ég veit að sumir lesendur hafa afskaplega gaman af því þegar örsögur úr einkalífi blaðamanns á alþjóðaplani fá að fljóta með í miðvikudagspistlunum.

Lífið er ljúft hér í Víetnam og endrum og sinnum fæ ég í heimsókn huggulegan heimamann sem ég kalla í gríni litla kommúnistann minn – þó að hann sé reyndar með öllu laus við að hafa pólitískar skoðanir. Flestir Víetnamar eru upp til hópa of önnum kafnir við að græða pening til að hafa minnsta áhuga á stjórnmálum.

Um daginn kynnti ég South Park-teiknimyndirnar fyrir litla kommúnistanum og var spenntur að sjá hvort bandaríski húmorinn gæti brúað menningar- og aldursbilið. Víetnamski kærastinn skellihló allan tímann en var um leið alveg gáttaður á því hvernig framleiðendur þáttanna gátu komist upp með að gera stólpagrín að áhrifamiklu fólki og stríða öllum þjóðfélagshópum. „Ef þú myndir búa

...