Elmar Atli Garðarsson, fyrirliði og varnarmaður Vestra, var besti leikmaður 19. umferðar Bestu deildar karla í knattspyrnu að mati Morgunblaðsins. Elmar Atli átti frábæran leik og fékk tvö M fyrir frammistöðu sína þegar Vestri hafði betur gegn KR, 2:0, á Ísafirði laugardaginn 17. ágúst. 19. umferðin var leikin laugardaginn 17. ágúst, sunnudaginn 18. ágúst og lauk svo með þremur leikjum mánudaginn 19. ágúst.

Elmar Atli lagði upp fyrsta mark leiksins á 21. mínútu þegar hann átti mjög góða fyrirgjöf frá hægri á Pétur Bjarnason sem skoraði. Elmar Atli tvöfaldaði svo forystu Vestramanna undir lok fyrri hálfleiks þegar hann skoraði af stuttu færi úr teignum eftir laglegan undirbúning Benedikts Warén.

Elmar Atli, sem er 27 ára gamall, er fæddur og uppalinn á Súðavík, þar sem hann byrjaði ungur að æfa knattspyrnu, en hann lék

...