Almenn lögregla mun í september vopnast rafbyssum við störf sín. Vinnur ríkislögreglustjóri nú að lokaundirbúningi þess, en alls hafa 460 lögreglumenn lokið rafbyssuþjálfun.

Ríkislögreglustjóri segir aðeins menntaða lögreglumenn munu bera rafbyssur og verður mikið eftirlit með notkun þeirra, m.a. í formi sjálfvirkra skráninga og myndupptöku úr búkmyndavél. Tölfræði yfir notkun rafbyssna og annarra valdbeitingartækja verður gerð opinber með reglubundnum hætti á vef lögreglu.

Mjög mikill sársauki

Ríkislögreglustjóri hefur þegar sent heilbrigðisstarfsmönnum um land allt bréf til að upplýsa þá um hvernig eigi að meðhöndla sjúklinga sem hafa verið skotnir með rafbyssum.

Í bréfinu, sem Morgunblaðið hefur undir höndum, kemur fram að miðað við tegund og styrk vopnsins megi gera ráð fyrir

...