— Morgunblaðið/Sigurður Bogi

Snjóskaflinn í Gunnlaugsskarði í Esjunni er horfinn. Þetta sést vel úr Reykjavík, en þegar líða tekur á sumar ár hvert mæna margir til fjallsins til að fylgjast þannig með stöðu skaflsins, sem þykir vera ágætur mælikvarði á veðráttu hvers árs. Blaðamaður tók stöðuna í gær og myndaði fjallið frá Sundahöfn, en á meðfylgjandi mynd ber skarðið við fyrir ofan gámana hægra megin.

Misjafnt er í áranna rás hver afdrif þessarar fannar í fjallinu eru. Skaflinn, sem er ofarlega í Esjuhlíðum vestan við Kistufell, hvarf sumrin 2021 og 2023. Í fyrra tórði skaflinn í Esjunni langt fram í ágúst, en á síðasta degi þess mánaðar gat Morgunblaðið birt sína árlegu frétt um Gunnlaugsskarð.

Hvernig Esjuskaflinum reiðir af ræðast af þáttum eins og fjölda sólskinsstunda og hita sjávar umhverfis landið. Má þar geta þess að skaflinn lifði af mörg sumur í kringum

...