Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri og formaður peningastefnunefndar.
Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri og formaður peningastefnunefndar. — Morgunblaðið/Eggert

Flestir búast við því að Seðlabankinn haldi stýrivöxtum óbreyttum í dag, en yfirlýsing peningastefnunefndar bankans vegna vaxtaákvörðunar verður birt klukkan 8.30.

Stýrivextir Seðlabankans, það er vextir á sjö daga bundnum innlánum, hafa verið 9,25% frá 23. ágúst 2023. Ákveði nefndin að halda vöxtum óbreyttum hafa þeir verið óbreyttir í heilt ár á föstudaginn.

Það fjölgar þó í hópi þeirra sem kalla eftir vaxtalækkun. Raunstýrivextir hafa verið um 4% frá því í vor og eru vísbendingar um kólnandi hagkerfi og minni eftirspurnarspennu. Viðmælendur ViðskiptaMoggans eru þó á einu máli um að líklegast verði stýrivöxtum haldið óbreyttum. Það rímar við það sem greiningaraðilar hafa gefið út á liðnum dögum.

Greining Íslandsbanka telur að þrálát verðbólga, háar verðbólguvæntingar, viðvarandi þróttur

...