Því þarf alltaf að vera vakandi fyrir því að tryggja lífsgæði íbúa með því öryggi sem felst í stuttum viðbragðstíma neyðaraðila.
Þór Sigurgeirsson
Þór Sigurgeirsson

Þór Sigurgeirsson

Á fundi stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins (SHS), sem í sitja borgarstjóri sem er formaður og bæjarstjórar á svæðinu, í janúar 2023 var samþykkt að setja á fót starfshóp með fulltrúum sveitarfélaganna og SHS. Verkefni hópsins var að fara heildstætt yfir uppbyggingarþörf slökkviliðsins og leggja fram tillögur að staðsetningu útkallseininga með tilliti til viðbragðstíma. SHS sinnir bæði slökkvistarfi og sjúkraflutningum á svæðinu.

Eftir ítarlega skoðun komst hópurinn að þeirri niðurstöðu að fjölga þyrfti slökkvistöðvum um tvær á svæðinu og færa tvær núverandi stöðvar til að bæta viðbragðstíma þjónustu liðsins auk þess að fjölga akreinum fyrir neyðarakstur með tilkomu og uppbyggingu borgarlínunnar. Í dag eru fjórar stöðvar á svæðinu, en með hliðsjón af núverandi stærð þess og framtíðaruppbyggingu svæða er ljóst að þessar

...