Óttinn við það að umræðan muni snúast um það hvernig viðkomandi fyrirtæki sé að reyna að græða á samfélagsverkefninu gerir það margfalt erfiðara að afla þeim stuðnings innanhúss og jafnvel drepur verkefnin í fæðingu. Verkefni sem væru jákvæð fyrir fyrirtækið, en líka viðskiptavinina og umhverfið.

Stjórnun

Ingunn Agnes Kro

Stjórnarmaður og ráðgjafi

Nei – ekki fara þangað … Ég er að tala um að gera eitthvað jákvætt fyrir samfélagið eða umhverfið.

Ég ætla að viðurkenna að ég er búin að vera í smá sálarkreppu.

Er ég sjálfhverf?

Góð og greind vinkona mín, sprenglærður hagfræðingur, sagði við mig um daginn eitthvað á þá leið að allar gjörðir mannsins væru sjálfselskar. Ef það væri ekki meðvitað, þá væri það ómeðvitað á þann hátt að maður væri að framkvæma gjörðina til láta sjálfum sér líða vel.

Vegna þess galla, í þessu tilviki að minnsta kosti, að ég velti almennt fyrir mér hlutunum í stað þess að

...