— AFP/Saeed Khan

Þetta draugalega skipsflak sem legið hefur í yfir 20 ár á strönd einni á Salómonseyjum í Suður-Kyrrahafi er farið að fanga athygli erlendra ferðamanna. Þykir mörgum nú áhugavert að kaupa bátsferð að flakinu og berja það augum. Af myndum að dæma hefur skipið veðrast mjög eftir veru sína á ströndinni og er náttúran farin að taka flakið yfir, en ýmis gróður hefur fest þar rætur.

Er um að ræða MS World Discoverer, sem byggt var sem skemmtiferðaskip árið 1974 af þýska skipaframleiðandanum Schichau Unterweser í Bremerhaven. Er það rúmir 87 metrar á lengd og tæplega fjögur þúsund brúttótonn. Í áhöfn voru allt að 80 manns og farþegar 137 talsins í 76 káetum.

Hinn 30. apríl árið 2000 sigldi skipið á áður óþekktar grynningar og til að koma í veg fyrir að skipið sykki ákvað skipstjóri þess að stranda því á ströndinni. Og þar hefur það legið

...