Kolbeinn Birgir Finnsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, er á leið til hollenska félagsins Utrecht frá danska félaginu Lyngby. Danski knattspyrnumiðillinn Tipsbladet greinir frá því að Lyngby hafi samþykkt tilboð upp á 500.000 evrur, jafnvirði…
Holland Bakvörðurinn Kolbeinn Birgir Finnsson hefur leikið með Lyngby frá því í janúar 2023 en hann er á leið til Utrecht í efstu deild Hollands.
Holland Bakvörðurinn Kolbeinn Birgir Finnsson hefur leikið með Lyngby frá því í janúar 2023 en hann er á leið til Utrecht í efstu deild Hollands. — Ljósmynd/Szilvia Micheller

Kolbeinn Birgir Finnsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, er á leið til hollenska félagsins Utrecht frá danska félaginu Lyngby.

Danski knattspyrnumiðillinn Tipsbladet greinir frá því að Lyngby hafi samþykkt tilboð upp á 500.000 evrur, jafnvirði rúmlega 76 milljóna íslenskra króna, og að Kolbeinn muni skrifa undir þriggja ára samning með möguleika á eins árs framlengingu.

Þýska fyrstudeildarfélagið Holstein Kiel bauð sömu upphæð í vinstri bakvörðinn, sem Lyngby samþykkti einnig, en Kolbeinn vildi sjálfur fara frekar til Hollands en Þýskalands.

Kolbeinn, sem er 24 ára gamall, hefur leikið með Lyngby frá því í janúar 2023 og á hann að baki 53 leiki fyrir félagið þar sem hann hefur skorað þrjú mörk og lagt upp önnur sjö til viðbótar. Áður hafði Kolbeinn verið á

...