Erla hefur verið samskiptastjóri Skaga og forvera þess, VÍS, frá 2019
Erla hefur verið samskiptastjóri Skaga og forvera þess, VÍS, frá 2019 — Morgunblaðið/Árni Sæberg

Erla er í dag samskiptastjóri Skaga, sem varð til í kjölfar sameiningar VÍS og Fossa fjárfestingarbanka. Það er í nægu að snúast hjá félaginu, sem er í dag öflugt fyrirtæki á fjármálamarkaði sem sérhæfir sig á sviði trygginga, fjárfestingarbankastarfsemi og eignastýringar.

Hver var síðasti fyrirlesturinn eða ráðstefnan sem þú sóttir?

Ég verð nú að nefna Janúarráðstefnu Festu því starfsemi Festu er mér afar kær. Þetta er stærsti árlegi sjálfbærniviðburður hér á landi þar sem mörg hundruð manns koma saman og hlýða á innlenda sem erlenda sjálfbærnileiðtoga. Ég var varaformaður stjórnarinnar í tvö ár og þar á undan var ég starfandi framkvæmdastjóri. Ég veit því hversu umfangsmikil skipulagning ráðstefnunnar er og hversu margir koma þar að. Ráðstefnan í ár var frábær og maður fyllist alltaf miklum innblæstri við það að hitta alla kyndilberana

...