— Colourbox

Nú er komið að þeim tíma árs sem álagningarskrár eru lagðar fram til birtingar, þannig að hægt er að grennslast fyrir um laun landsmanna. Þessi ósiður hefur lengi verið umdeildur, þar sem framlagning álagningarskráa gerir í raun ekkert annað en að svala forvitni landsmanna hvers um annan. Lengi var því haldið fram að það að upplýsa um öll laun fæli í sér einhvers konar aðhald, þannig að einhver gæti séð hvað næsti nágranni væri með í laun og þeir sem gæfu upp litlar tekjur myndu þá eiga í erfiðleikum með að útskýra jeppann í hlaðinu eða dýran lífsstíl. Það hefur þó ekki verið raunin og þessi rök halda engu vatni. Í því samhengi má nefna að aldrei hefur fallið dómur hér á landi þar sem einstaklingur er dæmdur fyrir skattamisferli eftir ábendingu sem kom til vegna framlagningar álagningarskráa.

Önnur rök sem hafa verið notuð eru að álagningin gefi mynd af launaþróun, sem sé mikilvægt í litlu samfélagi eins og

...