Danmörk Emelía Óskarsdóttir er með slitið krossband.
Danmörk Emelía Óskarsdóttir er með slitið krossband. — Morgunblaðið/Kristinn Magnússon

Knattspyrnukonan unga Emelía Óskarsdóttir er með slitið krossband og verður frá keppni næstu tíu mánuðina. Félag hennar Köge í Danmörku greindi frá tíðindunum í gær en Emelía er 18 ára sóknarmaður. Hún mun gangast undir aðgerð og síðan hefst endurhæfing áður en hún getur mætt á völlinn á ný. Emelía á að baki 37 landsleiki fyrir yngri lið Íslands þar sem hún hefur skorað 13 mörk. Hún gekk til liðs við Köge frá Kristiansund í Svíþjóð.