Málarar Mikil rigning hefur verið í sumar og óhagstætt veður til að mála. Hefur málurum því ekki tekist að mála mikið utandyra það sem af er sumri.
Málarar Mikil rigning hefur verið í sumar og óhagstætt veður til að mála. Hefur málurum því ekki tekist að mála mikið utandyra það sem af er sumri. — Morgunblaðið/Ernir

María Hjörvar

mariahjorvar@mbl.is

Málarar landsins eru pirraðir og þreyttir, að sögn Finnboga Þorsteinssonar málarameistara, eftir slæma veðrið í sumar. Bæði hann og Kristján Aðalsteinsson formaður Málarameistarafélagsins segja að mörgum verkum hafi verið frestað vegna veðurs og lítið hafi verið hægt að vinna utandyra vegna þess hversu mikið hafi rignt undanfarið.

Að sögn beggja hefur nokkrum sinnum í sumar byrjað að rigna eftir að málarar hófust handa utandyra og þá

...