Gleði Lilja Alfreðsdóttir menningarráðherra ásamt hluta styrkþega.
Gleði Lilja Alfreðsdóttir menningarráðherra ásamt hluta styrkþega. — Ljósmynd/Juliette Rowland

Nýr Tónlistarsjóður hefur í fyrsta sinn veitt úr öllum deildum sjóðsins en alls voru veittar 97 milljónir til 111 verkefna í seinni úthlutun 2024.

Alls bárust 364 styrkumsóknir en til úthlutunar voru 97 milljónir króna. Eins og áður sagði voru veittir styrkir til 111 verkefna, en þar af eru fjórir langtímasamningar: Kammerhópurinn Nordic Affect fær 2,5 m.kr. til tveggja ára fyrir tónleikadagskrá hópsins árin 2025-2026. Tónlistarhátíðin Iceland Airwaves fær 6 m.kr. til þriggja ára, 2024-2026, vegna verkefnisins „Sjálfbært showcase – framtíðarstefna Iceland Airwaves“. Tónskáldafélag Íslands hlýtur 4 m.kr. til tveggja ára, 2025-2026, vegna Myrkra músíkdaga. Hlutmengi hlýtur 3 m.kr. til tveggja ára, 2024-2025, vegna tónleikadagskrár í Mengi.

Hæstu tónlistarstyrki úr deild frumsköpunar og útgáfu fá Daníel Bjarnason, 2,9 m.kr., og Nýdönsk,

...