Það er okkar að tryggja að komandi kynslóðir erfi haf sem er bæði lífvænlegt og auðugt.
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir

Við lifum á tímum þar sem aðgerðir gegn hruni vistkerfa og hamfarahlýnun eru orðnar nauðsyn. Aðgerðir vegna þessa verða meira aðkallandi dag frá degi. Liður í þeim aðgerðum er að koma á styrkari verndun hafsvæða innan íslenskrar lögsögu.

Um nokkurt skeið hefur starfshópur á vegum matvælaráðuneytisins unnið að framtíðarsýn um verndun hafsvæða og hefur lokaskýrslu verkefnisins verið skilað til mín. Markmiðið er skýrt: Að vernda 30% hafsvæða innan efnahagslögsögu Íslands fyrir árið 2030, í samræmi við samning Sameinuðu þjóðanna um líffræðilega fjölbreytni.

Skýrslan sýnir fram á nauðsyn þess að stíga skref í átt að heildstæðri stefnu fyrir hafsvæðin við Ísland og tryggja að þau njóti viðeigandi verndar. Kortlagning svæða með hátt verndargildi og skipulögð rannsóknarvinna á þeim svæðum

...