Boðar ekki gott ef óöldin í Svíþjóð er orðin útflutningsvara

Dómsmálaráðherrar Danmerkur og Svíþjóðar hittust í gær til að ræða aukið samstarf til að stöðva uppgang glæpagengja.

Ástæðan fyrir þessu er sú að glæpaöldunnar í Svíþjóð er farið að verða vart í Danmörku. Á undanförnum vikum hafa Svíar í fjórgang verið handteknir fyrir að standa á bak við voðaverk eða ætlað að koma illu til leiðar. Þrír Svíar voru teknir fyrir að hefja skothríð í Kaupmannahöfn, 16, 17 og 18 ára, og sá þriðji, sem var 25 ára, var með tvær handsprengjur á sér og er talið víst að hann hafi ætlað að sprengja þær í Kaupmannahöfn.

Danska lögreglan kveðst undanfarið hafa orðið vör við að dönsk glæpasamtök noti samskiptaforrit á borð við Telegram til að fá sænsk ungmenni til að fremja ofbeldisverk. Samkvæmt danska ríkisútvarpinu eru allt að 325 þúsund dönskum krónum (6,5 milljónum íslenskra króna) heitið fyrir að fremja morð.

...