Anna Rún Tryggvadóttir (f. 1980) Geymd, 2021 Skúlptúr, blönduð tækni
Anna Rún Tryggvadóttir (f. 1980) Geymd, 2021 Skúlptúr, blönduð tækni

Í þessu verki varpar Anna Rún Tryggvadóttir ljósi á þau órjúfanlegu áhrif sem segulsvið jarðar hefur á öll berglög plánetunnar, en segulsvið hleðst í jarðlögin um leið og þau verða til. Hleðsla rafsegulkraftsins hefur umpólast með reglulegu millibili og er sú saga geymd í öllu bergi. Heiti verksins, Geymd, vísar í þá jarðeðlisfræðilegu eiginleika sem í því birtast. Berglög og steinefni geyma í sér segulstefnu jarðarinnar eins og hún var þegar bergið mótaðist. Í verkinu er því endurspeglað sambandið sem berglög á yfirborði jarðarinnar eiga við innri og ytri kjarna jarðar, en þar er upptök segulsviðsins að finna.

Frá því maðurinn kom fram á sjónarsviðið hefur ein og sama segulstefnan verið ríkjandi enda saga mannkyns mjög stutt á tímaskala jarðarinnar. Verkið Geymd byggist á þremur steinum frá ólíkum tímaskeiðum, steinum sem hver um sig varðveitir mismunandi

...